Með tjald fyrir augunum Kári Stefánsson skrifar 14. september 2020 18:28 Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. Ole hélt því fram að sá kostnaður hefði verið skitnar 136 milljónir en ég benti á að fyrirtækið hefði engu öðru sinnt í þrjá mánuði og að það kostaði um einn milljarð á mánuði að reka fyrirtækið. Ole kallar þetta vafasamar skýringar og segir: „Mér var og er nú sterklega til efs, að allt starfslið IE - mér er sagt, að þar vinni um 100 manns - hafi unnið við skimun. Nær fyndist mér að halda, að 10-20 manns hafi unnið að skimunum, en hinir við sín venjulegu störf. Vildi ég þó ekki elta ólar við þetta frekar, og lét þessa fullyrðingu standa, enda var hér aðeins um mitt álit að ræða.“ Svar: Hjá ÍE vinna um 280 starfsmenn og voru í kringum 40 við vinnu í Vatnsmýrinni að greina sýnin og vinna úr gögnum og 40 að taka sýni í Turninum í Kópavogi. Aðrir voru sendir heim til þess að minnka líkur á því að þeir sem ynnu við skimunina sýktust. Það hefði ekki þurft nema einn að sýkjast til þess að við hefðum þurft að setja alla á staðnum í sóttkví. Þeir starfsmenn sem voru sendir heim gátu ekki sinnt vinnu sinni vegna þess að hún snýst að mestu um að vinna úr gögnum sem mega ekki vera aðgengileg á netinu vegna persónuverndar. Þar af leiðandi var skimunin það eina sem fyrirtækið sinnti í þessa þrjá mánuði og það kostaði einn milljarð á mánuði. Það er hins vegar rétt sem Ole gefur í skyn að þetta er óheyrilega há upphæð fyrir þessa vinnu en það er bara það sem það er og það var enginn annar kostur í stöðunni. Beinn kostnaður ÍE af vinnu við veiruna ef frá er dreginn kostnaður af því að loka fyrir aðra starfsemi er 872 milljónir króna. Síðan hefur hann eftir mér: „Það vill svo til að COVID-19-faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera“. Við þessu bregst Ole með eftirfarandi orðum: „Ég get reyndar tekið undir það, að svona ætti heimurinn að vera, en, því miður, er mér mjög til efs, það þetta sé rétt lýsing á þeim heimi, sem við lifum í.“ Svar: Ég byggi skoðun mína á miklum samskiptum við stjórnendur í fjölmörgum lyfjafyrirtækjum sem eru öll að keppast við að búa til lyf og bóluefni og leita hver til annars um ráð og aðra hjálp og ég vona heitt og innilega að ég hafi rétt fyrir mér en ég skil og virði efasemdir Ole. Næst beinir Ole skrifum sínum að samstarfi Amgen, móðurfyrirtækis IE, og líftæknifyrirtækis sem heitir Adaptive Biotechnologies eins og því er lýst í vefriti sem heitir Fierce Biotech. Þar segir að fyrirtækin tvö ætli að snúa bökum saman í baráttu gegn faraldrinum bæði með þróun lyfja og bóluefnis. Þetta er eitt af mýmörgum dæmum um það hvernig fyrirtæki í þessum iðnaði hafa myndað með sér samvinnu gegn veirunni eins og ég nefndi í tilvitnuninni hér að ofan. Og áfram heldur Ole: „Er frá því skýrt, að aðilar muni ljúka samningum um fjárhagslega hlið og skilmála samstarfsins á næstu vikum („...both said they would „finalize financial details and terms in the coming weeks“...“). Undarlegt nokk, eru greinilega peningar í spilinu.“ Svar: Það vill svo til að það kostar töluvert fé að búa til lyf og bóluefni og fyrirtækin tvö áttu eftir að ákveða hver borgaði hvað. Fljótlega varð hins vegar ljóst að aðferðir þær sem Adaptive vildi nota eru ekki nægilega fljótvirkar þannig að Amgen hefur beint allri sinni athygli að vinnu sem fer fram hjá dótturfyrirtæki þess í Kanada og miðast við að búa til læknandi mótefni. Og áfram heldur Ole: „Meanwhile, deCODE Genetics, an Amgen subsidiary, will provide genetic insights from patients who were previously infected with COVID-19“. Lausleg þýðing: „Í millitíðinni mun deCODE, dótturfyrirtæki Amgen, leggja fram upplýsingar um þróun gena í sjúklingum, sem höfðu smitast/veikst af COVID-19“. Menn geta farið inn á vefsíðu FierceBiotech, ef þeir vilja skoða þetta nánar, en tilfinning undrritaðs er sú, að ÍE sé veigamikill aðili að þessu verkefni, en aðgangur IE hefur verið mikill og víðtækur, líka í endurteknu formi, þar sem samanburður fæst og greina má þróun veirunnar, en, þegar upp er staðið, snýst þessi starfsemi auðvitað mest eða öll um tekjur og gróða, sennilega sem mestan gróða .“ Svar: Beinn þáttur ÍE í þessu verkefni varð aldrei neinn og allt sem við höfum gert til þess að varpa ljósi á eðli veirunnar og faraldursins sem hún veldur hefur annað hvort verið birt í vísindatímariti eins hratt og auðið er eða verið deilt með öllum heiminum í gegnum alþjóðlega gagnabanka. Þetta var gert til þess að allir þeir sem eru að berjast gegn veirunni geti nýtt sér það ekki bara Amgen og íslenskt samfélag. Ef markmiðið hefði verið að auka líkur á því að Amgen gæti grætt peninga hefði verið eðlilegt að reyna að fela það sem við bárum umsvifalaust á torg út. Það er svo alröng ályktun hjá Ole að þessi starfsemi snúist mest um tekjur og gróða í formi fjár. Það sem við hjá Í.E. og Amgen höfum fengið fyrir þetta er fyrst og fremst sú tilfinning að við séum að gera eitthvað gott, að þjóna okkar samfélagi sem ef vel gengur væri samfélag manna um allan heim. Það er góð tilfinning og í henni felst mikill gróði sem vel má vera að skili sér að lokum í eitthvað sem hönd á festir. Hver veit? En eitt er víst að við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leggja að mörkum. Og svo: „en það, sem er óskemmtilegt og fyrir undirrituðum illa til fundið, er sá feluleikur og þær rangfærslur, sem Kári virðist hafa beitt við upplýsingagjöf og framsetningu þessa máls.“ Svar: Ég hef sagt satt og rétt frá öllu sem lýtur að tilraunum okkar til þess að öðlast skilning á veirunni og faraldrinum á Íslandi og ég neita að bera ábyrgð á misskilningi eins alþjóðlegs kaupsýslumanns og stjórnmálarýnis. „Hér má og verður að hafa í huga, að Kári var einn helzti hvatamaður stóraukinna skimana við landamæri, tvöfaldri skimun, með og frá 19. ágúst, sem aftur var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna og margt, sem henni tengist. Það virðist vera, að hagsmunir IE og Amgen hafi verið, og séu, sem mestar og víðtækastar skimanir, á sama tíma og hagsmunir ferðaþjónustu og allrar þeirrar starfsemi, víða um landið, sem henni tengist, hafi verið og séu gagnstæðir.“ Svar: Ég viðurkenni að ÍE hefur staðið fyrir öflun meiri gagna um veiruna og faraldurinn en nokkur annar aðili í íslensku samfélagi og að öllum líkindum í öllum heiminum. Þessi gögn höfum við afhent sóttvarnaryfirvöldum og þau hafa notað þau ásamt öðru til þess að byggja á ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar. Það er síðan ríkisstjórnin sem tekur ákvörðun um hvað gera skuli, ekki sóttvarnaryfirvöld og svo sannarlega ekki ÍE. Ég sem einstaklingur styð ríkisstjórnina í þessu máli og held að hún sé að gera rétt og sé með þessu að vernda heildarhagsmuni samfélagsins. Ég er líka á þeirri skoðun að það séu langtíma hagsmunir ferðaþjónstunar að við tökum á faraldrinum á þennan máta þótt honum fylgi töluverðar fórnir. Ole klikkir svo út með þessu: „Þegar tjaldið lyftist, blasir leiksviðið við.“ Svar: Og á því miðju stendur aldraður alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir og horfir í kringum sig, svolítið ringlaður en vel meinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. Ole hélt því fram að sá kostnaður hefði verið skitnar 136 milljónir en ég benti á að fyrirtækið hefði engu öðru sinnt í þrjá mánuði og að það kostaði um einn milljarð á mánuði að reka fyrirtækið. Ole kallar þetta vafasamar skýringar og segir: „Mér var og er nú sterklega til efs, að allt starfslið IE - mér er sagt, að þar vinni um 100 manns - hafi unnið við skimun. Nær fyndist mér að halda, að 10-20 manns hafi unnið að skimunum, en hinir við sín venjulegu störf. Vildi ég þó ekki elta ólar við þetta frekar, og lét þessa fullyrðingu standa, enda var hér aðeins um mitt álit að ræða.“ Svar: Hjá ÍE vinna um 280 starfsmenn og voru í kringum 40 við vinnu í Vatnsmýrinni að greina sýnin og vinna úr gögnum og 40 að taka sýni í Turninum í Kópavogi. Aðrir voru sendir heim til þess að minnka líkur á því að þeir sem ynnu við skimunina sýktust. Það hefði ekki þurft nema einn að sýkjast til þess að við hefðum þurft að setja alla á staðnum í sóttkví. Þeir starfsmenn sem voru sendir heim gátu ekki sinnt vinnu sinni vegna þess að hún snýst að mestu um að vinna úr gögnum sem mega ekki vera aðgengileg á netinu vegna persónuverndar. Þar af leiðandi var skimunin það eina sem fyrirtækið sinnti í þessa þrjá mánuði og það kostaði einn milljarð á mánuði. Það er hins vegar rétt sem Ole gefur í skyn að þetta er óheyrilega há upphæð fyrir þessa vinnu en það er bara það sem það er og það var enginn annar kostur í stöðunni. Beinn kostnaður ÍE af vinnu við veiruna ef frá er dreginn kostnaður af því að loka fyrir aðra starfsemi er 872 milljónir króna. Síðan hefur hann eftir mér: „Það vill svo til að COVID-19-faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera“. Við þessu bregst Ole með eftirfarandi orðum: „Ég get reyndar tekið undir það, að svona ætti heimurinn að vera, en, því miður, er mér mjög til efs, það þetta sé rétt lýsing á þeim heimi, sem við lifum í.“ Svar: Ég byggi skoðun mína á miklum samskiptum við stjórnendur í fjölmörgum lyfjafyrirtækjum sem eru öll að keppast við að búa til lyf og bóluefni og leita hver til annars um ráð og aðra hjálp og ég vona heitt og innilega að ég hafi rétt fyrir mér en ég skil og virði efasemdir Ole. Næst beinir Ole skrifum sínum að samstarfi Amgen, móðurfyrirtækis IE, og líftæknifyrirtækis sem heitir Adaptive Biotechnologies eins og því er lýst í vefriti sem heitir Fierce Biotech. Þar segir að fyrirtækin tvö ætli að snúa bökum saman í baráttu gegn faraldrinum bæði með þróun lyfja og bóluefnis. Þetta er eitt af mýmörgum dæmum um það hvernig fyrirtæki í þessum iðnaði hafa myndað með sér samvinnu gegn veirunni eins og ég nefndi í tilvitnuninni hér að ofan. Og áfram heldur Ole: „Er frá því skýrt, að aðilar muni ljúka samningum um fjárhagslega hlið og skilmála samstarfsins á næstu vikum („...both said they would „finalize financial details and terms in the coming weeks“...“). Undarlegt nokk, eru greinilega peningar í spilinu.“ Svar: Það vill svo til að það kostar töluvert fé að búa til lyf og bóluefni og fyrirtækin tvö áttu eftir að ákveða hver borgaði hvað. Fljótlega varð hins vegar ljóst að aðferðir þær sem Adaptive vildi nota eru ekki nægilega fljótvirkar þannig að Amgen hefur beint allri sinni athygli að vinnu sem fer fram hjá dótturfyrirtæki þess í Kanada og miðast við að búa til læknandi mótefni. Og áfram heldur Ole: „Meanwhile, deCODE Genetics, an Amgen subsidiary, will provide genetic insights from patients who were previously infected with COVID-19“. Lausleg þýðing: „Í millitíðinni mun deCODE, dótturfyrirtæki Amgen, leggja fram upplýsingar um þróun gena í sjúklingum, sem höfðu smitast/veikst af COVID-19“. Menn geta farið inn á vefsíðu FierceBiotech, ef þeir vilja skoða þetta nánar, en tilfinning undrritaðs er sú, að ÍE sé veigamikill aðili að þessu verkefni, en aðgangur IE hefur verið mikill og víðtækur, líka í endurteknu formi, þar sem samanburður fæst og greina má þróun veirunnar, en, þegar upp er staðið, snýst þessi starfsemi auðvitað mest eða öll um tekjur og gróða, sennilega sem mestan gróða .“ Svar: Beinn þáttur ÍE í þessu verkefni varð aldrei neinn og allt sem við höfum gert til þess að varpa ljósi á eðli veirunnar og faraldursins sem hún veldur hefur annað hvort verið birt í vísindatímariti eins hratt og auðið er eða verið deilt með öllum heiminum í gegnum alþjóðlega gagnabanka. Þetta var gert til þess að allir þeir sem eru að berjast gegn veirunni geti nýtt sér það ekki bara Amgen og íslenskt samfélag. Ef markmiðið hefði verið að auka líkur á því að Amgen gæti grætt peninga hefði verið eðlilegt að reyna að fela það sem við bárum umsvifalaust á torg út. Það er svo alröng ályktun hjá Ole að þessi starfsemi snúist mest um tekjur og gróða í formi fjár. Það sem við hjá Í.E. og Amgen höfum fengið fyrir þetta er fyrst og fremst sú tilfinning að við séum að gera eitthvað gott, að þjóna okkar samfélagi sem ef vel gengur væri samfélag manna um allan heim. Það er góð tilfinning og í henni felst mikill gróði sem vel má vera að skili sér að lokum í eitthvað sem hönd á festir. Hver veit? En eitt er víst að við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leggja að mörkum. Og svo: „en það, sem er óskemmtilegt og fyrir undirrituðum illa til fundið, er sá feluleikur og þær rangfærslur, sem Kári virðist hafa beitt við upplýsingagjöf og framsetningu þessa máls.“ Svar: Ég hef sagt satt og rétt frá öllu sem lýtur að tilraunum okkar til þess að öðlast skilning á veirunni og faraldrinum á Íslandi og ég neita að bera ábyrgð á misskilningi eins alþjóðlegs kaupsýslumanns og stjórnmálarýnis. „Hér má og verður að hafa í huga, að Kári var einn helzti hvatamaður stóraukinna skimana við landamæri, tvöfaldri skimun, með og frá 19. ágúst, sem aftur var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna og margt, sem henni tengist. Það virðist vera, að hagsmunir IE og Amgen hafi verið, og séu, sem mestar og víðtækastar skimanir, á sama tíma og hagsmunir ferðaþjónustu og allrar þeirrar starfsemi, víða um landið, sem henni tengist, hafi verið og séu gagnstæðir.“ Svar: Ég viðurkenni að ÍE hefur staðið fyrir öflun meiri gagna um veiruna og faraldurinn en nokkur annar aðili í íslensku samfélagi og að öllum líkindum í öllum heiminum. Þessi gögn höfum við afhent sóttvarnaryfirvöldum og þau hafa notað þau ásamt öðru til þess að byggja á ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar. Það er síðan ríkisstjórnin sem tekur ákvörðun um hvað gera skuli, ekki sóttvarnaryfirvöld og svo sannarlega ekki ÍE. Ég sem einstaklingur styð ríkisstjórnina í þessu máli og held að hún sé að gera rétt og sé með þessu að vernda heildarhagsmuni samfélagsins. Ég er líka á þeirri skoðun að það séu langtíma hagsmunir ferðaþjónstunar að við tökum á faraldrinum á þennan máta þótt honum fylgi töluverðar fórnir. Ole klikkir svo út með þessu: „Þegar tjaldið lyftist, blasir leiksviðið við.“ Svar: Og á því miðju stendur aldraður alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir og horfir í kringum sig, svolítið ringlaður en vel meinandi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun