Paolo Maldini: AC Milan hræðist leikinn við Shamrock Rovers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 22:15 Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin. Getty/Marco Luzzani Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira