Keflavík vann ÍBV í mikilvægum leik í Eyjum | Sjáðu mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 17:45 Kian Paul James Williams skoraði eitt marka Keflavíkur er liðið vann ÍBV í mikilvægum leik í Lengjudeildinni á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira