Arteta: Aubameyang getur komist í hóp bestu leikmanna heims hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 10:30 Pierre-Emerick Aubameyang með föður sínum á Emirates leikvanginum í gær eftir að gengið var frá nýjum samningi. Getty/Stuart MacFarlane Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira