Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2020 07:00 Glódís Guðgeirsdóttir og sonur hennar, Einar Glói Vísir/Vilhelm Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. Hún lýsir því að hún hafi verið fullviss um að ökumaðurinn, sem reyndist undir áhrifum fíkniefna, myndi stöðva bílinn – þangað til hún sá tómlegt augnaráð hans. Greint var frá atvikinu í fjölmiðlum um helgina. Fram kemur í frétt RÚV frá því á sunnudag að hársbreidd munaði að ekið hefði verið á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi. Skömmu áður hafði lögregla fengið tilkynningu um að litlum sendibíl hefði verið stolið ofarlega á Laugavegi og var því í nágrenninu. Konan sem rétt náði að forða sér og barni sínu undan bílnum hafi strax tilkynnt um atvikið, ökumanninum veitt eftirför og hann handtekinn. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna. Fattaði að bíllinn myndi ekki stoppa Konan sem um ræðir er Glódís Guðgeirsdóttir, móðir, jarðfræðingur og fimleikakona. Hún var á leið með Einar Glóa, rúmlega tveggja og hálfs árs gamlan son sinn, úr Gamla Vesturbænum í Sundhöll Reykjavíkur rétt fyrir ellefu á sunnudagsmorgun þegar atvikið varð; Glódís gangandi og Einar Glói á svokölluðu sparkhjóli. Leið mæðginanna lá upp Laugaveginn, hvar þau nýttu sér göngugötuna líkt og þau gera iðulega á ferðum sínum. „Hann getur hjólað þar að vild án þess að ég þurfi að hafa of miklar áhyggjur. Við vorum komin rétt fyrir ofan Klapparstíginn þar sem er málaður áll á götuna. Einar Glói „sikksakkar“ alltaf eftir honum. Hann var að klára það þegar ég tók eftir bíl. Ég hugsaði með mér að klukkan væri ekki orðin ellefu og þetta væru ábyggilega einhverjir vöruflutningar. En svo kemur hann bara á þvílíkt miklum hraða,“ segir Glódís í samtali við Vísi. „Þá fatta ég að hann er ekkert að fara að slá af og er örugglega á svona 50-60 kílómetra hraða á götunni. Þegar ég fatta það dúndra ég Einari Glóa í burtu. Ég var hálföskrandi og man varla eftir þessu.“ Listaverk hafa víða verið máluð á göngugötuna á Laugaveginum, líkt og sést á myndinni. Umræddur áll, sem Einar Glói hjólar iðulega eftir á ferð sinni upp götuna, er rétt ofan við Klapparstíg.Vísir/vilhelm Þarf að vinna úr áfallinu Glódís hafði tekið eftir lögreglumönnum á Klapparstíg, þar sem þeir höfðu verið kallaðir út vegna stolna bílsins. „Þannig að ég hleyp á eftir bílnum, lögreglan tekur eftir því og kemur á eftir mér. […] Svo byrjaði ég bara að titra og allar tilfinningarnar byrjuðu að koma.“ Glódís tilkynnti líka atvikið til neyðarlínu og í framhaldinu var tekin af henni skýrsla. Hún telur að það hafi aðeins liðið nokkrar mínútur frá því að ökumaðurinn ók af stað og þar til hann var handtekinn. Hún segir að atvikið hafi reynst erfið lífsreynsla. „Ég held að ég sé í áfalli og þurfi að vinna úr því en Einar Glói er mjög brattur. Ég held að hann hafi lítið tekið eftir þessu, fyrir utan það hvernig mér leið eftir á. Ég held að hann hafi skynjað það svolítið,“ segir Glódís. „Og þetta var svo skrýtið. Ég hugsaði að bíllinn myndi auðvitað stoppa. En svo sé ég framan í ökumanninn og það er ekkert til staðar. Það er þá sem ég fattaði hvað þetta var alvarlegt.“ Mæðginin standa keik Glódís og fjölskylda hennar fara ferða sinna helst gangandi eða hjólandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur lent í háskalegu atviki í tengslum við bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki jafnalvarlegu og á sunnudaginn. Hér var ég að ganga með barnavagn kl 10:07, vorum á leiðinni í leikskólann á Eggertsgötu. Er að ganga yfir bogalaga götuna þegar það er keyrt á okkur. Ég næ að kippa vagninum frá (enginn meiddist).Það var jafnbjart og á myndinni. pic.twitter.com/Yh8JR4z6Pg— glówdís (@glodisgud) January 21, 2019 ég er að reyna að segja eitthvað gáfulegt svo hlutir verði lagaðirsvo fólk sem notar aðrar samgöngur en bíla líði öruggt en ég er ennþá titrandi með tárin í augunum— glówdís (@glodisgud) January 21, 2019 „Við vorum á leið í leikskóla Einars Glóa á Eggertsgötu og vorum að ganga yfir Skeifuna sem er við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þá lendi ég í því að ég er allt í einu komin með bíl við nefið á mér og vagninn er fyrir aftan mig og ég þarf að hrinda honum frá. Þannig að það er alls konar sem maður lendir í ef maður labbar og hjólar mikið. Sem er náttúrulega óboðlegt,“ segir Glódís. Hún segir þau mæðgin þó ekki munu láta deigan síga á flakki sínu um borgina í framtíðinni. „Við munum alveg halda áfram að labba upp göngugötuna og njóta hennar, við dýrkum göngugötuna. Þetta er líka gott tækifæri fyrir Einar Glóa til að umgangast umferð, bæði gangandi, hjólandi og akandi.“ Göngugötur Reykjavík Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Verða áfram göngugötur til 1. maí Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. 11. september 2020 13:09 Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. Hún lýsir því að hún hafi verið fullviss um að ökumaðurinn, sem reyndist undir áhrifum fíkniefna, myndi stöðva bílinn – þangað til hún sá tómlegt augnaráð hans. Greint var frá atvikinu í fjölmiðlum um helgina. Fram kemur í frétt RÚV frá því á sunnudag að hársbreidd munaði að ekið hefði verið á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi. Skömmu áður hafði lögregla fengið tilkynningu um að litlum sendibíl hefði verið stolið ofarlega á Laugavegi og var því í nágrenninu. Konan sem rétt náði að forða sér og barni sínu undan bílnum hafi strax tilkynnt um atvikið, ökumanninum veitt eftirför og hann handtekinn. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna. Fattaði að bíllinn myndi ekki stoppa Konan sem um ræðir er Glódís Guðgeirsdóttir, móðir, jarðfræðingur og fimleikakona. Hún var á leið með Einar Glóa, rúmlega tveggja og hálfs árs gamlan son sinn, úr Gamla Vesturbænum í Sundhöll Reykjavíkur rétt fyrir ellefu á sunnudagsmorgun þegar atvikið varð; Glódís gangandi og Einar Glói á svokölluðu sparkhjóli. Leið mæðginanna lá upp Laugaveginn, hvar þau nýttu sér göngugötuna líkt og þau gera iðulega á ferðum sínum. „Hann getur hjólað þar að vild án þess að ég þurfi að hafa of miklar áhyggjur. Við vorum komin rétt fyrir ofan Klapparstíginn þar sem er málaður áll á götuna. Einar Glói „sikksakkar“ alltaf eftir honum. Hann var að klára það þegar ég tók eftir bíl. Ég hugsaði með mér að klukkan væri ekki orðin ellefu og þetta væru ábyggilega einhverjir vöruflutningar. En svo kemur hann bara á þvílíkt miklum hraða,“ segir Glódís í samtali við Vísi. „Þá fatta ég að hann er ekkert að fara að slá af og er örugglega á svona 50-60 kílómetra hraða á götunni. Þegar ég fatta það dúndra ég Einari Glóa í burtu. Ég var hálföskrandi og man varla eftir þessu.“ Listaverk hafa víða verið máluð á göngugötuna á Laugaveginum, líkt og sést á myndinni. Umræddur áll, sem Einar Glói hjólar iðulega eftir á ferð sinni upp götuna, er rétt ofan við Klapparstíg.Vísir/vilhelm Þarf að vinna úr áfallinu Glódís hafði tekið eftir lögreglumönnum á Klapparstíg, þar sem þeir höfðu verið kallaðir út vegna stolna bílsins. „Þannig að ég hleyp á eftir bílnum, lögreglan tekur eftir því og kemur á eftir mér. […] Svo byrjaði ég bara að titra og allar tilfinningarnar byrjuðu að koma.“ Glódís tilkynnti líka atvikið til neyðarlínu og í framhaldinu var tekin af henni skýrsla. Hún telur að það hafi aðeins liðið nokkrar mínútur frá því að ökumaðurinn ók af stað og þar til hann var handtekinn. Hún segir að atvikið hafi reynst erfið lífsreynsla. „Ég held að ég sé í áfalli og þurfi að vinna úr því en Einar Glói er mjög brattur. Ég held að hann hafi lítið tekið eftir þessu, fyrir utan það hvernig mér leið eftir á. Ég held að hann hafi skynjað það svolítið,“ segir Glódís. „Og þetta var svo skrýtið. Ég hugsaði að bíllinn myndi auðvitað stoppa. En svo sé ég framan í ökumanninn og það er ekkert til staðar. Það er þá sem ég fattaði hvað þetta var alvarlegt.“ Mæðginin standa keik Glódís og fjölskylda hennar fara ferða sinna helst gangandi eða hjólandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur lent í háskalegu atviki í tengslum við bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki jafnalvarlegu og á sunnudaginn. Hér var ég að ganga með barnavagn kl 10:07, vorum á leiðinni í leikskólann á Eggertsgötu. Er að ganga yfir bogalaga götuna þegar það er keyrt á okkur. Ég næ að kippa vagninum frá (enginn meiddist).Það var jafnbjart og á myndinni. pic.twitter.com/Yh8JR4z6Pg— glówdís (@glodisgud) January 21, 2019 ég er að reyna að segja eitthvað gáfulegt svo hlutir verði lagaðirsvo fólk sem notar aðrar samgöngur en bíla líði öruggt en ég er ennþá titrandi með tárin í augunum— glówdís (@glodisgud) January 21, 2019 „Við vorum á leið í leikskóla Einars Glóa á Eggertsgötu og vorum að ganga yfir Skeifuna sem er við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þá lendi ég í því að ég er allt í einu komin með bíl við nefið á mér og vagninn er fyrir aftan mig og ég þarf að hrinda honum frá. Þannig að það er alls konar sem maður lendir í ef maður labbar og hjólar mikið. Sem er náttúrulega óboðlegt,“ segir Glódís. Hún segir þau mæðgin þó ekki munu láta deigan síga á flakki sínu um borgina í framtíðinni. „Við munum alveg halda áfram að labba upp göngugötuna og njóta hennar, við dýrkum göngugötuna. Þetta er líka gott tækifæri fyrir Einar Glóa til að umgangast umferð, bæði gangandi, hjólandi og akandi.“
Göngugötur Reykjavík Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Verða áfram göngugötur til 1. maí Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. 11. september 2020 13:09 Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29
Verða áfram göngugötur til 1. maí Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. 11. september 2020 13:09
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29