Liverpool í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:30 Jürgen Klopp þarf áfram að treysta á heimsklassaframmistöðu frá Mohamed Salah og fleirum ætli Liverpool að halda áfram að vinna titla. Getty/Shaun Botterill Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara. Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara.
Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti