Sport

Leikmenn Man. United fóru í skoðun vegna kórónuveirunnar í hálfleik gegn LASK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fagna marki gegn LASK í síðustu viku. Þeir voru teknir í prufu í hálfleik hvort að þeir séu komnir með kórónuveiruna.
vísir/getty

Manchester United heldur áfram að æfa þrátt fyrir að enska úrvalsdeildin sé komin í frí þangað til 3. apríl vegna kórónuveirunar og leikmenn þurfa að ganga undir reglulegar skoðanir.

United hefur enn ekki lokað æfingasvæði sínu eins og mörg önnur félög en til að mynda hefur Everton ákveðið að loka æfingasvæði félagsins vegna kórónuveirunnar. Flest allir leikmenn liðsins eru í sóttkví.

Læknateymi United tekur þó veirunni alvarlega því leikmenn liðsins ganga undir skoðun tvisvar á dag. Það er kannað hvort að þeir séu með veiruna þegar þeir koma til æfinga og einnig þegar þeir yfirgefa æfingasvæðið.

Það hefur þó verið settar reglur um hverjir mega umgangast leikmenn félagsins og er það einungis þjálfarateymið sem er í sambandi við leikmennina. Einnig voru leikmennirnir sendir í skoðun í hálfleik í leiknum gegn LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×