Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2020 13:21 Icelandair þarf að safna 14 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu til að Landsbanki og Íslandsbanki virkji samninga um kaup á hlutum fyrir samanlagt sex milljarða. Þá eru aðrir samningar félagsins við til að mynda lánadrottna og Boeing háðir því að markmið hlutabréfaútboðsins náist. Vísir/Vilhelm Það kemur í ljós eftir um sólarhring hvort stjórn Icelandair tekst að endurreisa rekstur félagsins með hlutafjárútboði sem hófst klukkan níu í morgun. Stærsti óvissuþátturinn er hvort stærstu lífeyrissjóðir landsins taki þátt í útboðinu. Í hlutafjárútboði Icelandair sem hófst klukkan níu í morgun og lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun stefnir stjórn félagsins á að safna á bilinu 20 til 23 milljörðum króna í nýju hlutafé. Hlutir eru einungis seldir rafrænt hjá Íslandsbanka, Landsbanka og í gegnum vefsíðu félagsins og er lágmarksfjárfesting í bók A 20 milljónir króna en að lágmarki 100 þúsund og hámarki 20 milljónir í bók B. Kynningarfundi Icelandair á hótel Natura var einnig streymt. Reiknað er með að félagið fari að skila hagnaði árið 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem kaupa hluti sem eru á genginu ein króna öðlast einnig rétt til að kaupa 25 prósent af hlut sínum til viðbótar á næstu tveimur árum á stighækkandi gengi upp að 1,30 krónur. Þeim ber þó ekki skylda til þess. Icelandair hélt almennan kynningarfund á útboðinu, stöðu félagsins og væntingum á hótel Natura í morgun. Þar kom fram að samningar við lánadrottna, Boeing og fleiri aðila væru háðir því að markmið hlutafjárútboðsins gengju eftir. En félagið hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á samtals sex milljarða hlut, þannig að í raun þarf félagið að safna 14 milljörðum frá fjárfestum. Bogi bjartsýnn á framtíð Icelandair Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir fjárfesta geta búist við góðri ávöxtun á næstu árum.Skjáskot frá kynningarfundi í morgun. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði viðskiptalíkan Icelandair og leiðarkerfi hafa sannað sig og mikil tækifæri væru í íslenskum ferðamannamarkaði og flugi yfir Atlantshafið. „Breytingar sem við erum að sjá hjá flugfélögum í kringum okkur munu fela í sér tækifæri fyrir okkar leiðarkerfi sem við ætlum að nýta okkur. Þannig að við teljum að fjárfesting í Icelandair Group geti falið í sér ágæta ávöxtun á næstu árum. En að sjálfsögðu er alltaf áhætta í hlutabréfakaupum. Ekki síst í flugfélögum á þessum óvissutímum,“ sagði Bogi. Í máli Svönu Huldar Linnet forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans kom reyndar fram að að ávöxtunin á næstu árum gæti orðið mjög góð miðað við forsendur félagsins. „Miðað við þessar forsendur sem eru gefnar upp hér í næmitöflunni má gera ráð fyrir að væntinga ársávöxtun verði á bilinu sautján til fimmtíu prósent út árið 2024,“ sagði Svana Huld en ítrekaði fyrirvara Boga um að fjárfesting í hlutabréfum væri í eðli sínu áhættusöm. Áhugi lífeyrissjóða skiptir sköpum Í svari við fyrirspurn á kynningarfundinum um arðsemi hluthafa á undanförnum árum sagði Bogi að eftir hlutafjárútboð félagsins árið 2010 upp á 70 milljónir dollara hafi félagið greitt út meiri arð fram að kórónufaraldrinum en safnaðist í því hlutafjárútboði. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair sagði samninga við ýmsa aðila hafa skilað félaginu 450 milljónum dollara í bættri lausafjárstöðu. Hvernig til tekst hins vegar í hlutafjárútboðinu ræðst af þátttöku lífeyrissjóðanna sem upplýsa ekki um hvað þeir hyggjast gera og því liggur það ekki ljóst fyrir fyrr en að útboðinu loknu á morgun. Í dag eru sex íslenskir lífeyrissjóðir meðal sjö stærstu hluthafa í Icelandair. Lífeyrissjóður verslunarmanna trónir á toppnum með 11,81 prósenta hlut, næst stærsti hluthafinn er Par Investment Partners í Boston með 10,49 prósent og þar fyrir neðan raðast Gildi, Birta, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna A-deild og Stefnir með frá 7,4 prósenta hlut niður í 5,17 prósent. Aðrir lífeyrissjóðir og fjárfestar eru þar fyrir neðan. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54 Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Það kemur í ljós eftir um sólarhring hvort stjórn Icelandair tekst að endurreisa rekstur félagsins með hlutafjárútboði sem hófst klukkan níu í morgun. Stærsti óvissuþátturinn er hvort stærstu lífeyrissjóðir landsins taki þátt í útboðinu. Í hlutafjárútboði Icelandair sem hófst klukkan níu í morgun og lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun stefnir stjórn félagsins á að safna á bilinu 20 til 23 milljörðum króna í nýju hlutafé. Hlutir eru einungis seldir rafrænt hjá Íslandsbanka, Landsbanka og í gegnum vefsíðu félagsins og er lágmarksfjárfesting í bók A 20 milljónir króna en að lágmarki 100 þúsund og hámarki 20 milljónir í bók B. Kynningarfundi Icelandair á hótel Natura var einnig streymt. Reiknað er með að félagið fari að skila hagnaði árið 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem kaupa hluti sem eru á genginu ein króna öðlast einnig rétt til að kaupa 25 prósent af hlut sínum til viðbótar á næstu tveimur árum á stighækkandi gengi upp að 1,30 krónur. Þeim ber þó ekki skylda til þess. Icelandair hélt almennan kynningarfund á útboðinu, stöðu félagsins og væntingum á hótel Natura í morgun. Þar kom fram að samningar við lánadrottna, Boeing og fleiri aðila væru háðir því að markmið hlutafjárútboðsins gengju eftir. En félagið hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á samtals sex milljarða hlut, þannig að í raun þarf félagið að safna 14 milljörðum frá fjárfestum. Bogi bjartsýnn á framtíð Icelandair Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir fjárfesta geta búist við góðri ávöxtun á næstu árum.Skjáskot frá kynningarfundi í morgun. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði viðskiptalíkan Icelandair og leiðarkerfi hafa sannað sig og mikil tækifæri væru í íslenskum ferðamannamarkaði og flugi yfir Atlantshafið. „Breytingar sem við erum að sjá hjá flugfélögum í kringum okkur munu fela í sér tækifæri fyrir okkar leiðarkerfi sem við ætlum að nýta okkur. Þannig að við teljum að fjárfesting í Icelandair Group geti falið í sér ágæta ávöxtun á næstu árum. En að sjálfsögðu er alltaf áhætta í hlutabréfakaupum. Ekki síst í flugfélögum á þessum óvissutímum,“ sagði Bogi. Í máli Svönu Huldar Linnet forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans kom reyndar fram að að ávöxtunin á næstu árum gæti orðið mjög góð miðað við forsendur félagsins. „Miðað við þessar forsendur sem eru gefnar upp hér í næmitöflunni má gera ráð fyrir að væntinga ársávöxtun verði á bilinu sautján til fimmtíu prósent út árið 2024,“ sagði Svana Huld en ítrekaði fyrirvara Boga um að fjárfesting í hlutabréfum væri í eðli sínu áhættusöm. Áhugi lífeyrissjóða skiptir sköpum Í svari við fyrirspurn á kynningarfundinum um arðsemi hluthafa á undanförnum árum sagði Bogi að eftir hlutafjárútboð félagsins árið 2010 upp á 70 milljónir dollara hafi félagið greitt út meiri arð fram að kórónufaraldrinum en safnaðist í því hlutafjárútboði. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair sagði samninga við ýmsa aðila hafa skilað félaginu 450 milljónum dollara í bættri lausafjárstöðu. Hvernig til tekst hins vegar í hlutafjárútboðinu ræðst af þátttöku lífeyrissjóðanna sem upplýsa ekki um hvað þeir hyggjast gera og því liggur það ekki ljóst fyrir fyrr en að útboðinu loknu á morgun. Í dag eru sex íslenskir lífeyrissjóðir meðal sjö stærstu hluthafa í Icelandair. Lífeyrissjóður verslunarmanna trónir á toppnum með 11,81 prósenta hlut, næst stærsti hluthafinn er Par Investment Partners í Boston með 10,49 prósent og þar fyrir neðan raðast Gildi, Birta, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna A-deild og Stefnir með frá 7,4 prósenta hlut niður í 5,17 prósent. Aðrir lífeyrissjóðir og fjárfestar eru þar fyrir neðan.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54 Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30
Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54
Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31