Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 21:35 Maria Kolesnikova er ein þeirra kvenna sem bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó. Vísir/AP Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent