Gareth Bale á leiðinni inn hjá Tottenham en Dele Alli líklega á leiðinni út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:00 Gareth Bale varð að stórstjörnu hjá Tottenham en hér fagnar hann marki á gamla White Hart Lane. EPA/ANDY RAIN Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira