CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 12:30 Fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede fer í fyrir hönd CBS. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira