Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 12:30 Það er gríðarlega mikið í húfi í dag fyrir KR og íslenskan fótbolta. VÍSIR/BÁRA Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar. KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar.
KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30
Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00