Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 14:15 Tiger Woods keppir á vellinum þar sem hann missti fyrst af niðurskurði á risamóti. getty/Gregory Shamus Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira