Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 16:32 Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana léku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og mættu meðal annars Manchester United. vísir/getty Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30
Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49