Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 18:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira