Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í rúmlega 25 mánuði. Börnin tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. vísir Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58