Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2020 19:21 Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51
Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33