Svaraði gagnrýninni fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2020 08:00 Svíar krupu fyrir síðasta landsleik sinn og munu gera slíkt hið sama á Laugardalsvelli. CARL SANDIN / BILDBYRÅN Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira