Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. september 2020 20:00 Haraldur Anton Skúlason er eigandi Lebowski bar. BALDUR HRAFNKELL Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira