Ósammála ráðherra um að endurgreiðslukerfi til kvikmyndagerðra sé samkeppnishæft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 13:00 Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segist ósammála Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttr, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi sé alþjóðlega samkeppnishæft. Vísir/Vilhelm Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar. Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segir þörf á því að endurgreiðslur til kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu hér á landi verði hækkaðar. Það muni skila sér margfalt inn í hagkerfið. „Endurgreiðslan er ekki styrkur heldur er þetta endurgreiðsla á peningum sem hafa þegar komið inn í hagkerfið, hafa borgað alla skattaskyldu, hafa borgað fullt af launum, búin að fara inn í ferðaþjónustuna og streyma þar um í okkar hagkerfi. Þegar hann er búinn að gera það er hann endurgreiddur að hluta til sem er í dag 25 prósent, eftir um það bil 9 til 12 mánuði,“ segir Leifur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði á Iðnþingi í gær að ekki væri þörf á frekari endurgreiðslum. „Þær endurgreiðslur hafa verið eftirsóttar af erlendum framleiðendum, svo mjög reyndar að áætlaðar endurgreiðslur þessa árs nema hátt í þremur milljörðum króna sem sprengdu fjárheimildir okkar margfalt.,“ sagði Þórdís Kolbrún á Iðnþingi í gær. Hún hafi efasemdir um að hækka eigi styrkhlutfalli'ð „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.“ Þá sagði hún að kerfið væri alþjóðlega samkeppnishæft. Leifur segist ósammála því. „Já, ég myndi segja að kerfið okkar er ágætt. Það er ágætt fyrir þessar myndir sem koma hingað í mjög litlu mæli,“ segir Leifur. Nýsköpun Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar. Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segir þörf á því að endurgreiðslur til kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu hér á landi verði hækkaðar. Það muni skila sér margfalt inn í hagkerfið. „Endurgreiðslan er ekki styrkur heldur er þetta endurgreiðsla á peningum sem hafa þegar komið inn í hagkerfið, hafa borgað alla skattaskyldu, hafa borgað fullt af launum, búin að fara inn í ferðaþjónustuna og streyma þar um í okkar hagkerfi. Þegar hann er búinn að gera það er hann endurgreiddur að hluta til sem er í dag 25 prósent, eftir um það bil 9 til 12 mánuði,“ segir Leifur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði á Iðnþingi í gær að ekki væri þörf á frekari endurgreiðslum. „Þær endurgreiðslur hafa verið eftirsóttar af erlendum framleiðendum, svo mjög reyndar að áætlaðar endurgreiðslur þessa árs nema hátt í þremur milljörðum króna sem sprengdu fjárheimildir okkar margfalt.,“ sagði Þórdís Kolbrún á Iðnþingi í gær. Hún hafi efasemdir um að hækka eigi styrkhlutfalli'ð „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.“ Þá sagði hún að kerfið væri alþjóðlega samkeppnishæft. Leifur segist ósammála því. „Já, ég myndi segja að kerfið okkar er ágætt. Það er ágætt fyrir þessar myndir sem koma hingað í mjög litlu mæli,“ segir Leifur.
Nýsköpun Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira