Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 16:16 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Almannavarnir Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurður hvort einhver einn snertiflötur virðist sameina þá sem sýktust á skemmtanalífinu segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, að það sé afar áhugavert að skoða það. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til. Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti,“ segir Víðir. Vilja ekki að staðirnir verði nefndir Greint hefur verið frá því að fjöldi sé smitaður eftir að hafa verið á kránni Irishman á Klapparstíg föstudaginn ellefta september síðastliðinn. Hafa sóttvarnayfirvöld hvatt alla sem sóttu staðinn frá 16 til 23 þann dag að fara í sýnatöku. Á fundi almannavarna í dag kom þó fram að fleiri staðir væru undir. Þegar Þórólfur og Víðir voru spurðir hvers vegna staðirnir væru ekki nefndir svo að fólk sem þá sótti gæti farið í sýnatöku svaraði Víðir að eigendur staðanna vildu það ekki og yfirvöld hefðu orðið við þeirri ósk. Þórólfur Guðnason viðraði hugmyndir um hertar aðgerðir vegna fjölda smita síðastliðna daga. „Ég tel þó ekki rétt á þessu stigi að fjalla um það. Það verður að koma í ljós hvort við leggjum til harðari aðgerðir og hvort ráðherra muni lögfesta þær. Þannig að það er ómögulegt að segja til um það að svo stöddu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann reiknar með að skila tillögu til heilbrigðisráðherra næsta sólarhringinn. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þeir sem hefðu greinst síðustu daga ættu það sammerkt að hafa mikið magn af veiru í sér og væru þar af leiðandi mjög smitandi. Þórólfur vill þó ekki leggja eins mikla þýðingu í það. „Það getur líka farið eftir hverja þessir einstaklingar eru að hitta, undir hvaða kringumstæðum og hvernig sá hittingur er. Það eru mjög margir þættir sem spila inn í það hvernig faraldurinn heldur áfram,“ sagði Þórólfur. Hann segir að búast megi við einhverum fjölda smita næstu daga, sér í lagi í ljósi þess hve mikið er verið að leita að veirunni þessa dagana. Líkamsræktir og sundlaugar til skoðunar Spurður hvort standi til að loka líkamsræktum og sundlaugarstöðum líkt og gert var í síðastliðinn vetur og vor segir Þórólfur það til skoðunar eins og aðrar takmarkanir sem gripið hafi verið til á öðrum mánuðum. Spurður hvort búast megi við fjölda tilfella næstu daga þorir Þórólfur ekki að segja til um það. „Ég bara minni á að það er búið að vera mjög átak að taka sýni síðastliðna tvo til þrjá sólarhringa sem hefur vafalaust skilað sér í því að við erum að fá fleiri jákvæðar niðurstöður. Við höfum verið að hvetja einstaklinga til að mæta sem hafa verið á ákveðnum stöðum. Við erum að veiða fleiri. Ég vona að það sé staðan, en það verður bara að koma í ljós hvort það verði aukning, hvort það fari niður eða standi í stað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. 19. september 2020 15:08 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurður hvort einhver einn snertiflötur virðist sameina þá sem sýktust á skemmtanalífinu segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, að það sé afar áhugavert að skoða það. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til. Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti,“ segir Víðir. Vilja ekki að staðirnir verði nefndir Greint hefur verið frá því að fjöldi sé smitaður eftir að hafa verið á kránni Irishman á Klapparstíg föstudaginn ellefta september síðastliðinn. Hafa sóttvarnayfirvöld hvatt alla sem sóttu staðinn frá 16 til 23 þann dag að fara í sýnatöku. Á fundi almannavarna í dag kom þó fram að fleiri staðir væru undir. Þegar Þórólfur og Víðir voru spurðir hvers vegna staðirnir væru ekki nefndir svo að fólk sem þá sótti gæti farið í sýnatöku svaraði Víðir að eigendur staðanna vildu það ekki og yfirvöld hefðu orðið við þeirri ósk. Þórólfur Guðnason viðraði hugmyndir um hertar aðgerðir vegna fjölda smita síðastliðna daga. „Ég tel þó ekki rétt á þessu stigi að fjalla um það. Það verður að koma í ljós hvort við leggjum til harðari aðgerðir og hvort ráðherra muni lögfesta þær. Þannig að það er ómögulegt að segja til um það að svo stöddu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann reiknar með að skila tillögu til heilbrigðisráðherra næsta sólarhringinn. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þeir sem hefðu greinst síðustu daga ættu það sammerkt að hafa mikið magn af veiru í sér og væru þar af leiðandi mjög smitandi. Þórólfur vill þó ekki leggja eins mikla þýðingu í það. „Það getur líka farið eftir hverja þessir einstaklingar eru að hitta, undir hvaða kringumstæðum og hvernig sá hittingur er. Það eru mjög margir þættir sem spila inn í það hvernig faraldurinn heldur áfram,“ sagði Þórólfur. Hann segir að búast megi við einhverum fjölda smita næstu daga, sér í lagi í ljósi þess hve mikið er verið að leita að veirunni þessa dagana. Líkamsræktir og sundlaugar til skoðunar Spurður hvort standi til að loka líkamsræktum og sundlaugarstöðum líkt og gert var í síðastliðinn vetur og vor segir Þórólfur það til skoðunar eins og aðrar takmarkanir sem gripið hafi verið til á öðrum mánuðum. Spurður hvort búast megi við fjölda tilfella næstu daga þorir Þórólfur ekki að segja til um það. „Ég bara minni á að það er búið að vera mjög átak að taka sýni síðastliðna tvo til þrjá sólarhringa sem hefur vafalaust skilað sér í því að við erum að fá fleiri jákvæðar niðurstöður. Við höfum verið að hvetja einstaklinga til að mæta sem hafa verið á ákveðnum stöðum. Við erum að veiða fleiri. Ég vona að það sé staðan, en það verður bara að koma í ljós hvort það verði aukning, hvort það fari niður eða standi í stað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. 19. september 2020 15:08 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. 19. september 2020 15:08
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00