Alma Geirdal látin Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 20:10 Alma hafði háð hetjulega baráttu við krabbamein. Vísir Alma Geirdal lést í dag 41 árs að aldri. Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017. Meinið tók sig svo aftur upp á ný árið 2019. Alma lætur eftir sig mann, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi. Alma hafði verið opinská varðandi baráttu sína í hópnum Alman vs cancer og ræddi meðal annars veikindin í Íslandi í dag fyrr á árinu. Þar gagnrýndi hún kerfið fyrir aðgerðaleysi en læknar höfðu sagt henni að hún ætti minna en fjögur ár eftir. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ sagði Alma í viðtalinu. Hún sagði börnin sín vera hetjur í baráttunni samhliða henni. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það.“ Lýsti lífinu sem rússíbana Alma var greinilega fjölskyldumanneskja og sagði í viðtalinu að hún vildi helst ná að vera sem mest heima. Hún hefði áhyggjur af framhaldinu en væri þó búin að gera ráðstafanir til þess að létta undir með fólkinu sínu. Börnin væru þó alltaf í forgangi. Alma sagði börnin sín vera það síðasta sem hún hugsaði um á kvöldin. Þau hefðu verið ótrúleg í ferlinu.Aðsend „Fyrsta sem ég hugsa um er hvernig verður dagurinn, hvernig líður mér. Það síðasta sem ég hugsa um er börnin mín.“ Hún sagði lífið hafa verið rússíbana, enda hafði hún tekist á við margar áskoranir á lífsleiðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana hefði hún þó ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Ég hef upplifað rosalega margt. Margt rosalega skemmtileg. Ég hef ferðast ótrúlega mikið og víða. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir einhverju eða vilji hafa lífið öðruvísi.“ Eftirtektarverð barátta Á meðan veikindunum stóð skrifaði Alma um baráttu sína í Facebook-hópnum Alman vs cancer. Þar varpaði hún ljósi á erfiðu hliðar veikindanna en í viðtali við Vísi í janúar árið 2018 ræddi hún meðal annars fjárhagslegu hlið veikindanna, en á þeim tíma var hún einstæð móðir með þrjú börn. Líkt og áður sagði greindist Alma aftur með krabbamein á síðasta ári. Úr því að hún greindist yfir sumartímann var mikil bið í aðgerð og benti hún á mikla vöntun á starfsfólki og læknum á krabbameinsdeildinni. Krabbamein færi ekki í frí á sumrin. Í febrúar á þessu ári skrifaði bróðir Ölmu, Jón Gunnar Geirdal, pistil sem vakti mikla athygli. Þar fjallaði hann um baráttu systur sinnar í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum. Þá hafði Alma fengið þær fregnir að hún ætti fjögur ár eftir. „Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður,“ skrifaði Jón Gunnar og sagðist vera farin að syrgja systur sína, enda lá fyrir að ekki væri langt eftir af baráttunni. Alma ásamt systkinum sínum. „Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra,“ skrifaði Jón Gunnar. Á meðal þeirra sem lögðu Ölmu lið var heilsuráðgjafinn pistlahöfundurinn Sigríður Karlsdóttir sem gaf út ljóðabók, en allur ágóði af bókinni rann til Ölmu og fjölskyldu hennar. Hún sagði Ölmu stórkostlega fyrirmynd. „Mér finnst hún stórkostleg fyrirmynd. Hún talar um dauðann af virðingu en um leið segir hún frá öllum sársaukanum,“ sagði Sigríður. „Hún er alveg ótrúleg, hún skrifar frá hjartanu og þrátt fyrir allt þetta sem herjar á hana, getur hún glaðst yfir litlu hlutunum. Ég gerði það á tímabili að fara inn á síðuna hennar daglega til þess að finna fyrir þakklæti og núvitundinni. Hún er mikill kennari.“ Andlát Tengdar fréttir „Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00 1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00 „Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Alma Geirdal lést í dag 41 árs að aldri. Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017. Meinið tók sig svo aftur upp á ný árið 2019. Alma lætur eftir sig mann, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi. Alma hafði verið opinská varðandi baráttu sína í hópnum Alman vs cancer og ræddi meðal annars veikindin í Íslandi í dag fyrr á árinu. Þar gagnrýndi hún kerfið fyrir aðgerðaleysi en læknar höfðu sagt henni að hún ætti minna en fjögur ár eftir. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ sagði Alma í viðtalinu. Hún sagði börnin sín vera hetjur í baráttunni samhliða henni. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það.“ Lýsti lífinu sem rússíbana Alma var greinilega fjölskyldumanneskja og sagði í viðtalinu að hún vildi helst ná að vera sem mest heima. Hún hefði áhyggjur af framhaldinu en væri þó búin að gera ráðstafanir til þess að létta undir með fólkinu sínu. Börnin væru þó alltaf í forgangi. Alma sagði börnin sín vera það síðasta sem hún hugsaði um á kvöldin. Þau hefðu verið ótrúleg í ferlinu.Aðsend „Fyrsta sem ég hugsa um er hvernig verður dagurinn, hvernig líður mér. Það síðasta sem ég hugsa um er börnin mín.“ Hún sagði lífið hafa verið rússíbana, enda hafði hún tekist á við margar áskoranir á lífsleiðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana hefði hún þó ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Ég hef upplifað rosalega margt. Margt rosalega skemmtileg. Ég hef ferðast ótrúlega mikið og víða. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir einhverju eða vilji hafa lífið öðruvísi.“ Eftirtektarverð barátta Á meðan veikindunum stóð skrifaði Alma um baráttu sína í Facebook-hópnum Alman vs cancer. Þar varpaði hún ljósi á erfiðu hliðar veikindanna en í viðtali við Vísi í janúar árið 2018 ræddi hún meðal annars fjárhagslegu hlið veikindanna, en á þeim tíma var hún einstæð móðir með þrjú börn. Líkt og áður sagði greindist Alma aftur með krabbamein á síðasta ári. Úr því að hún greindist yfir sumartímann var mikil bið í aðgerð og benti hún á mikla vöntun á starfsfólki og læknum á krabbameinsdeildinni. Krabbamein færi ekki í frí á sumrin. Í febrúar á þessu ári skrifaði bróðir Ölmu, Jón Gunnar Geirdal, pistil sem vakti mikla athygli. Þar fjallaði hann um baráttu systur sinnar í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum. Þá hafði Alma fengið þær fregnir að hún ætti fjögur ár eftir. „Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður,“ skrifaði Jón Gunnar og sagðist vera farin að syrgja systur sína, enda lá fyrir að ekki væri langt eftir af baráttunni. Alma ásamt systkinum sínum. „Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra,“ skrifaði Jón Gunnar. Á meðal þeirra sem lögðu Ölmu lið var heilsuráðgjafinn pistlahöfundurinn Sigríður Karlsdóttir sem gaf út ljóðabók, en allur ágóði af bókinni rann til Ölmu og fjölskyldu hennar. Hún sagði Ölmu stórkostlega fyrirmynd. „Mér finnst hún stórkostleg fyrirmynd. Hún talar um dauðann af virðingu en um leið segir hún frá öllum sársaukanum,“ sagði Sigríður. „Hún er alveg ótrúleg, hún skrifar frá hjartanu og þrátt fyrir allt þetta sem herjar á hana, getur hún glaðst yfir litlu hlutunum. Ég gerði það á tímabili að fara inn á síðuna hennar daglega til þess að finna fyrir þakklæti og núvitundinni. Hún er mikill kennari.“
Andlát Tengdar fréttir „Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00 1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00 „Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
„Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00
1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00
„Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24