Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2020 08:27 Þau heimkynni úlfanna sem næst eru Íslandi eru við Scoresbysund á austanverðu Grænlandi. Mynd/Getty. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi. Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi.
Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira