Aldrei leikið betra golf eftir að hann bætti á sig 20 kg af vöðvum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 09:00 Fyrir og eftir. vísir/getty Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau. Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14