Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2020 18:31 Þórólfur Guðnason segir að um og yfir 100 manns hafi smitast á tveimur skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Meirihluti þeirra hafi greinst með hið svokallaða Frakkaafbrigði veirunnar. Vísir/Vilhelm Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21
Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16