Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 22:02 Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson eru þjálfarar Stjörnunnar sem tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir 1-5 tap sinna manna fyrir Val í toppslag í kvöld. Öll fimm mörk Valsmanna komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfilegt, fyrri hálfleikurinn var skelfilegur,“ sagði Rúnar Páll hreinskilinn í samtali við Vísi eftir leik. „Ég hef engar afsakanir með það. Valsararnir keyrðu bara yfir okkur. Við vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum. Ég held þeir hafi fengið fimm eða sex sóknir og skorað fimm mörk. Við litum ekki vel út í þeim. Hvað veldur veit ég ekki.“ Rúnar Páll sagði að allt hafi farið úrskeiðis í fyrri hálfleiknum þar sem Valsmenn rúlluðu yfir Stjörnumenn. „Það klikkaði allt sem klikkað gat. Við eltum framherjana þeirra út um allan völl og pössuðum ekki plássið fyrir aftan vörnina. Þeir komust í gegnum okkur á mjög einfaldan hátt. Við vorum bara hrikalega daprir í fyrri hálfleik. Þetta voru svo mörg mörk ég man þau ekki öll,“ sagði Rúnar Páll. En hvernig er hálfleiksræðan hjá þjálfara þegar liðið hans er 5-0 undir? „Við þurftum bara að þétta raðirnar svo þetta myndi ekki fara verr,“ svaraði Rúnar Páll. „Við sáum ekki til sólar í fyrri hálfleik og reyndum bara að stappa stálinu í menn, halda áfram og spila með svolitlu stolti. En þegar þú ert 5-0 undir í hálfleik á móti Val eru ekki miklir möguleikar. Við reyndum að komast inn í leikinn og gerðum það s.s. ágætlega. En Valsmenn voru 5-0 yfir og þurftu ekkert að keyra áfram eins og í fyrri hálfleik.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir 1-5 tap sinna manna fyrir Val í toppslag í kvöld. Öll fimm mörk Valsmanna komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfilegt, fyrri hálfleikurinn var skelfilegur,“ sagði Rúnar Páll hreinskilinn í samtali við Vísi eftir leik. „Ég hef engar afsakanir með það. Valsararnir keyrðu bara yfir okkur. Við vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum. Ég held þeir hafi fengið fimm eða sex sóknir og skorað fimm mörk. Við litum ekki vel út í þeim. Hvað veldur veit ég ekki.“ Rúnar Páll sagði að allt hafi farið úrskeiðis í fyrri hálfleiknum þar sem Valsmenn rúlluðu yfir Stjörnumenn. „Það klikkaði allt sem klikkað gat. Við eltum framherjana þeirra út um allan völl og pössuðum ekki plássið fyrir aftan vörnina. Þeir komust í gegnum okkur á mjög einfaldan hátt. Við vorum bara hrikalega daprir í fyrri hálfleik. Þetta voru svo mörg mörk ég man þau ekki öll,“ sagði Rúnar Páll. En hvernig er hálfleiksræðan hjá þjálfara þegar liðið hans er 5-0 undir? „Við þurftum bara að þétta raðirnar svo þetta myndi ekki fara verr,“ svaraði Rúnar Páll. „Við sáum ekki til sólar í fyrri hálfleik og reyndum bara að stappa stálinu í menn, halda áfram og spila með svolitlu stolti. En þegar þú ert 5-0 undir í hálfleik á móti Val eru ekki miklir möguleikar. Við reyndum að komast inn í leikinn og gerðum það s.s. ágætlega. En Valsmenn voru 5-0 yfir og þurftu ekkert að keyra áfram eins og í fyrri hálfleik.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira