Það voru margir Íslendingar sem fögnuðu því í gær að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi skrifað undir samning hjá Arsenal.
Rúnar Alex skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska stórliðið en hann kemur til félagsins frá Dijon í Frakklandi.
Skiptin höfðu legið í loftinu í nokkra daga en voru endanlega staðfest í gær og íslenskir Twitter aðdáendur tóku við sér.
Það voru margir knattspyrnuáhugamenn sem annað hvort óskuðu Rúnari góðs gengis hjá Arsenal eða lístu yfir ánægju með skiptin.
Þar á meðal var fjármálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, er hann deildi frétt Morgunblaðsins og skrifaði: „Frábært.“
Arsenal spilar við Leicester í enska deildarbikarnum annað kvöld en óvíst er hvort að Rúnar Alex verði með Lundúnarliðinu í þeim leik.
Hann hefur æft einn síðustu daga vegna reglna um sóttkví.
Frábært!https://t.co/rDIuoxsLyh
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) September 21, 2020