Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 19:47 Elín Metta Jensen skorar markið mikilvæga gegn Svíum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Svíþjóð er enn á toppi riðilsins, með 13 stig líkt og Ísland en betri markatölu. Liðin mætast aftur í Gautaborg eftir rúman mánuð í „seinni úrslitaleiknum“ um toppsæti riðilsins, en Ísland á svo eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM en þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Endi Ísland í 2. sæti gæti stigið í kvöld því reynst afar dýrmætt. Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa.VÍSIR/VILHELM Jón Þór Hauksson stillti upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í stórsigrinum gegn Lettum á fimmtudaginn. Það þýddi að 19 ára nýliðarnir á köntunum, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, fengu að reyna sig gegn bronsliðinu frá HM í fyrra. Karólína komst ágætlega áleiðis á hægri kantinum í byrjun leiks og náði að valda sænsku vörninni smá vandræðum, en Svíar náðu smám saman tökum á leiknum. Þeir höfðu fengið nokkur ágæt færi, og íslenska liðinu stundum gengið brösuglega að koma boltanum frá eigin vítateig eftir fyrirgjafir, þegar Anna Anvegård náði að nýta sér það og koma Svíþjóð yfir á 33. mínútu með skoti úr teignum. Mark tekið af Söru en Svíar líka æfir Markið kveikti í íslenska liðinu sem hafði í fullu tré við það sænska það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, og hefði líklega átt að jafna metin. Sara Björk Gunnarsdóttir kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik, eftir hornspyrnu, en króatískur dómari leiksins taldi Glódísi Perlu Viggósdóttur hafa brotið á markmanni Svía. Ekki var að sjá að það væri réttur dómur. Íslenska liðið fagnaði gríðarlega og taldi markið hafa verið gilt, og hafði kannski heppnina með sér að dómarinn skyldi ekki leyfa Svíum að taka aukaspyrnuna strax og sækja fram auðan völlinn. Yfir þessu voru Svíarnir æfir. Dagný Brynjarsdóttir átti tvær fínar skallatilraunir í fyrri hálfleiknum en ekki fór boltinn í netið og Svíþjóð var því 1-0 yfir í hléi. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar dómari leiksins dæmdi markið af Söru Björk Gunnardsóttur.VÍSIR/VILHELM Ísland hóf seinni hálfleik af miklum krafti og Sveindís skapaði með hraða sínum usla í vörn Svía. Það var svo korter liðið af seinni hálfleiknum þegar hún nýtti annan stóran hæfileika sinn, kraftmikil innköst, til að koma boltanum inn að markteig þar sem Elín Metta Jensen þefaði hann uppi og jafnaði metin með skalla. HVER ELSKAR EKKI LÖNG INNKÖST!?!?Elín Metta er búin að jafna metin eftir magnaða sendingu frá Sveindísi Jane! Koma svo! pic.twitter.com/5d4O97fQfZ— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 Markið var svo sannarlega verðskuldað og Elín Metta hefur þar með skorað í öllum fimm leikjum Íslands í undankeppninni til þessa. Sænska liðið virtist ætla að taka strax við sér að nýju eftir jöfnunarmarkið, með Real Madrid leikmennina Sofiu Jakobsson og Kosovare Asllani skeinuhættar. Jakobsson bjó til hættulegt færi fyrir Anvegård en Sandra Sigurðardóttir varði afar vel. Gestirnir fylgdu því hins vegar ekki eftir og Ísland var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum. Elín Metta með skot í slána Elín Metta var óhemju nálægt því að koma Íslandi yfir, í kjölfar hornspyrnu Hallberu sem markmaður Svía átti í miklum vandræðum með, en skot Elínar fór í þverslána og yfir. Ísland fékk fleiri færi til að skora sigumark en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Liðið sýndi hins vegar að það virðist vera á hárréttri braut, ekki bara í átt að EM heldur til að hafa í fullu tré við bestu liðin á mótinu í Englandi sumarið 2022. EM 2021 í Englandi
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Svíþjóð er enn á toppi riðilsins, með 13 stig líkt og Ísland en betri markatölu. Liðin mætast aftur í Gautaborg eftir rúman mánuð í „seinni úrslitaleiknum“ um toppsæti riðilsins, en Ísland á svo eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM en þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Endi Ísland í 2. sæti gæti stigið í kvöld því reynst afar dýrmætt. Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa.VÍSIR/VILHELM Jón Þór Hauksson stillti upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í stórsigrinum gegn Lettum á fimmtudaginn. Það þýddi að 19 ára nýliðarnir á köntunum, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, fengu að reyna sig gegn bronsliðinu frá HM í fyrra. Karólína komst ágætlega áleiðis á hægri kantinum í byrjun leiks og náði að valda sænsku vörninni smá vandræðum, en Svíar náðu smám saman tökum á leiknum. Þeir höfðu fengið nokkur ágæt færi, og íslenska liðinu stundum gengið brösuglega að koma boltanum frá eigin vítateig eftir fyrirgjafir, þegar Anna Anvegård náði að nýta sér það og koma Svíþjóð yfir á 33. mínútu með skoti úr teignum. Mark tekið af Söru en Svíar líka æfir Markið kveikti í íslenska liðinu sem hafði í fullu tré við það sænska það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, og hefði líklega átt að jafna metin. Sara Björk Gunnarsdóttir kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik, eftir hornspyrnu, en króatískur dómari leiksins taldi Glódísi Perlu Viggósdóttur hafa brotið á markmanni Svía. Ekki var að sjá að það væri réttur dómur. Íslenska liðið fagnaði gríðarlega og taldi markið hafa verið gilt, og hafði kannski heppnina með sér að dómarinn skyldi ekki leyfa Svíum að taka aukaspyrnuna strax og sækja fram auðan völlinn. Yfir þessu voru Svíarnir æfir. Dagný Brynjarsdóttir átti tvær fínar skallatilraunir í fyrri hálfleiknum en ekki fór boltinn í netið og Svíþjóð var því 1-0 yfir í hléi. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar dómari leiksins dæmdi markið af Söru Björk Gunnardsóttur.VÍSIR/VILHELM Ísland hóf seinni hálfleik af miklum krafti og Sveindís skapaði með hraða sínum usla í vörn Svía. Það var svo korter liðið af seinni hálfleiknum þegar hún nýtti annan stóran hæfileika sinn, kraftmikil innköst, til að koma boltanum inn að markteig þar sem Elín Metta Jensen þefaði hann uppi og jafnaði metin með skalla. HVER ELSKAR EKKI LÖNG INNKÖST!?!?Elín Metta er búin að jafna metin eftir magnaða sendingu frá Sveindísi Jane! Koma svo! pic.twitter.com/5d4O97fQfZ— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 Markið var svo sannarlega verðskuldað og Elín Metta hefur þar með skorað í öllum fimm leikjum Íslands í undankeppninni til þessa. Sænska liðið virtist ætla að taka strax við sér að nýju eftir jöfnunarmarkið, með Real Madrid leikmennina Sofiu Jakobsson og Kosovare Asllani skeinuhættar. Jakobsson bjó til hættulegt færi fyrir Anvegård en Sandra Sigurðardóttir varði afar vel. Gestirnir fylgdu því hins vegar ekki eftir og Ísland var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum. Elín Metta með skot í slána Elín Metta var óhemju nálægt því að koma Íslandi yfir, í kjölfar hornspyrnu Hallberu sem markmaður Svía átti í miklum vandræðum með, en skot Elínar fór í þverslána og yfir. Ísland fékk fleiri færi til að skora sigumark en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Liðið sýndi hins vegar að það virðist vera á hárréttri braut, ekki bara í átt að EM heldur til að hafa í fullu tré við bestu liðin á mótinu í Englandi sumarið 2022.