Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 19:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum. Vísir/Baldur Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05
Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32