Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg Anton Ingi Leifsson skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa. VÍSIR/VILHELM „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16