Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2020 21:56 Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli. Stöð 2/Einar Árnason. Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum: Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum:
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira