Tvíefld Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Edda Sigurðardóttir skrifa 23. september 2020 21:21 Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun