Sigrún Sjöfn: Ég tek þessi tvö stig Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. september 2020 22:01 Baráttan var mikil í kvöld. Hér er Sigrún Sjöfn í baráttunni. vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna.
Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum