Sigrún Sjöfn: Ég tek þessi tvö stig Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. september 2020 22:01 Baráttan var mikil í kvöld. Hér er Sigrún Sjöfn í baráttunni. vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna.
Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03