10% íslenskra fjölskyldna eiga hátt í 44% af heildareignum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 22:11 Hagstofan birtir árlega talnaefni um eignir- og skuldir heimilanna. Vísir/Vilhelm Um tíu prósent íslenskra fjölskyldna eiga hátt í 44% af heildareignum fjölskyldna í landinu. Þetta má lesa úr tölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í dag en Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna-og skuldastöðu heimilanna. Heildareignir íslenskra fjölskyldna jukust um hátt í níu prósent milli áranna 2018 og 2019 og hefur eigið fé fjölskyldna haldið áfram að styrkjast. Samtals nam eigið fé 5.176 milljörðum fyrra sem er aukning um 9,1% milli ára, sem þó er minni hækkun en verið hefur síðustu ár, að árinu 2013 undanskildu. Þar segir að eignir hafi aukist meira en skuldir milli áranna 2018 og 2019. Heildareignir jukust milli ára úr ríflega 6.855 milljörðum í 7.442 milljarða króna, eða um 8,6%. Eru þar teknar með í reikninginn allar eignir fjölskyldu, þ.á.m. fasteignir, ökutæki, bankainnistæður og verðbréf. Eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 3.267 milljörðum króna eða 43,9% af heildareignum að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar, en það er nánast sama hlutfall og árið 2018. Þá jukust heildarskuldir um 7,3% frá fyrra ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fjallar um tölur úr gögnum Hagstofunnar í aðsendri grein á Vísi í dag, þar sem hann meðal annars bendir á að ríkustu 10% Íslendinga eigi meira af hreinum eignum, það er eignir að frátöldum skuldum, en restin af þjóðinni samanlagt. Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira
Um tíu prósent íslenskra fjölskyldna eiga hátt í 44% af heildareignum fjölskyldna í landinu. Þetta má lesa úr tölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í dag en Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna-og skuldastöðu heimilanna. Heildareignir íslenskra fjölskyldna jukust um hátt í níu prósent milli áranna 2018 og 2019 og hefur eigið fé fjölskyldna haldið áfram að styrkjast. Samtals nam eigið fé 5.176 milljörðum fyrra sem er aukning um 9,1% milli ára, sem þó er minni hækkun en verið hefur síðustu ár, að árinu 2013 undanskildu. Þar segir að eignir hafi aukist meira en skuldir milli áranna 2018 og 2019. Heildareignir jukust milli ára úr ríflega 6.855 milljörðum í 7.442 milljarða króna, eða um 8,6%. Eru þar teknar með í reikninginn allar eignir fjölskyldu, þ.á.m. fasteignir, ökutæki, bankainnistæður og verðbréf. Eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 3.267 milljörðum króna eða 43,9% af heildareignum að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar, en það er nánast sama hlutfall og árið 2018. Þá jukust heildarskuldir um 7,3% frá fyrra ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fjallar um tölur úr gögnum Hagstofunnar í aðsendri grein á Vísi í dag, þar sem hann meðal annars bendir á að ríkustu 10% Íslendinga eigi meira af hreinum eignum, það er eignir að frátöldum skuldum, en restin af þjóðinni samanlagt.
Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira