Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 11:30 Breiðablik vann Val af öryggi, 4-0, fyrr í sumar en liðin mætast aftur í toppslag á Hlíðarenda föstudaginn 2. október. VÍSIR/DANÍEL Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01