Með 62 milljónir í laun á viku en kemst ekki í hópinn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:45 Mesut Ozil fagnar marki með Arsenal en það lítur út fyrir það að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik með félaginu. Risasamningur hans rennur þó ekki út fyrr en næsta sumar. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira