Með 62 milljónir í laun á viku en kemst ekki í hópinn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:45 Mesut Ozil fagnar marki með Arsenal en það lítur út fyrir það að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik með félaginu. Risasamningur hans rennur þó ekki út fyrr en næsta sumar. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira