Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 13:45 Óeirðalögreglumenn í Minsk bera burt mótmælanda í gærkvöldi. Mótmælin brutust út eftir að Lúkasjenkó lét óvænt sverja sig í embætti forseta í gær þrátt fyrir að enn standi harðar deilur um lögmæti úrslita kosninga sem fóru fram í ágúst. AP/TUT.by Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli. Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli.
Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29