Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:39 Svona lítur kortið út. Þarna hefur notandi valið Ísland sem upphafsstað og þá birtast mögulegir áfangastaðir í ólíkum litum. Skýringar eru til vinstri á síðunni. Wizz Air Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað. Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað.
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent