Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:35 Alls eru nú níu manns í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi. Sýnatökur eru fyrirhugaðar í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38
Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39