Viðskipti innlent

Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum

Samúel Karl Ólason skrifar
Orri Hauksson er stjórnarformaður Isavia. Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna.
Orri Hauksson er stjórnarformaður Isavia. Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna. visir/vilhelm/isavia

Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. Launavísitala hefur á sama tímabili, frá 2016, hækkað um rúm 25 prósent.

Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna. Sá réttur hafði verið tekinn af þeim eftir hrunið.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið átti að birta laun forstjóra og framkvæmdastjóra opinberra hlutafélaga eða stofnanna en frá 2016 hefur það aldrei verið gert. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins, sem byggir á fyrirspurn til ráðuneytisins.

Árið 2016 voru laun forstjóra Isavia 1,6 milljón króna. Þau voru hækkuð í 2,5 milljónir 2018 en eru nú tæpar þrjár milljónir króna á mánuði. Björn Óli Hauksson var forstjóri Isavia en Sveinbörn Indriðason tók við starfinu í fyrra.

Nokkur störf eru tekin út fyrir sviga í frétt VB og næstur á eftir forstjóra Isavia er forstjóri Póstsins. Þar voru laun forstjóra 1,4 milljónir árið 2016 en eru nú 2,2 og hafa þau því hækkað um 56 prósent. Í fundargerðum stjórnar Póstsins segir að árið 2016, þegar laun forstjóra Isavia voru hækkuð, fór Ingimundur Sigurpálsson, þáverandi forstjóri Póstsins ,fram á launahækkun.

Hann sat einnig í stjórn Isavia og var samkvæmt VB var hann ekki sáttur við launahækkun um 600 þúsund krónur, vegna þess hve há launahækkun forstjóra Isavia hafði verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×