Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2020 21:29 Rekið í almenninginn í Landréttum í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent