Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 12:39 Skógræktarsvæðið á Snæfoksstöðum er mjög fallegt og hefur gengið vel að rækta tré upp á svæðinu, sem er um 720 hektarar á stærð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Sjá meira
Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Sjá meira