Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 13:58 Mustapha Adib sem var tilnefndur forsætisráðherra Líbanons. Hann gaf stjórnarmyndun upp á bátinn í dag. Vísir/EPA Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00