Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 17:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40
Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31