Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 19:24 Lögreglumenn bera mótmælanda í burtu. EPA-EFE/STR Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29