Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2020 20:14 Drífa Snædal forseti ASÍ segist ekki tilbúin til að taka þátt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins komi þau ekki til móts við ASÍ. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki. Kjaramál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki.
Kjaramál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira