Unga fólkið og stjórnmálin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. september 2020 19:16 Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar