Hlaupa til styrktar vini sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 22:18 Mynd frá einu af hlópi hópsins. Mynd/Aðsend Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621 Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621
Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira