Uppfært: Höskuldur kominn í leitirnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 12:37 Hundurinn Höskuldur hvarf frá eiganda sínum á Geirsnefi um sexleytið í gær. Síðast sást til hans í Rofabæ. Úr einkasafni „Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“ Dýr Reykjavík Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
„Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“
Dýr Reykjavík Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira