3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 10:31 Agnes Sigurðardóttir biskup heimsækir mosku í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira